Síðast uppfært

Reiknivél PFS

Reiknivél Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) er ætlað að aðstoða neytendur við að gera sér grein fyrir hvaða þjónustuleiðir henta þeim miðað við ákveðna notkun fyrir síma og netþjónustu. Tilgangur reiknivélarinnar er m.a. að auka gegnsæi og skilja á milli mismunandi þjónustuþátta. Því er ekki tekið tillit til pakkatilboða og vinaafsláttar.

Veldu leið

Til að sjá notkun á mánuði

(dragðu sleðann fram og til baka)

Ef tölurnar í sleðanum passa ekki við þína notkun smelltu þá á örina.

Tölurnar hér fyrir neðan eru þær sömu og í sleðanum. Þú getur breytt tölunum í reitunum miðað við þína notkun. Ef sleðinn er hreyfður þá breytast tölurnar á ný miðað við stöðu sleðans.

Fjöldi símtala Fjöldi mínútna
GB

Hringt í farsímaviðtakendur hjá:

% %
% %
%
ATHUGIÐ Niðurstöður hér fyrir neðan eiga aðeins við ef notandi er staðsettur innan þjónustusvæðis viðkomandi fyrirtækis. Ef notandi er utan þjónustusvæðis viðkomandi fyrirtækis getur önnur verðskrá átt við og því getur kostnaður á mánuði verið annar en hér birtist.
 

Gagnlegar upplýsingar á vef PFS

.
Print

Sjálfgefnar forsendur reiknivélarinnar fyrir heimasíma- og farsímanotkun byggja á að notendur hringi í viðtakendur hjá símafyrirtækjum samkvæmt markaðshlutdeild fyrirtækjanna. Ef hringimynstur notanda er annað en þessi dreifing segir til um er hægt að breyta henni, t.d. ef hringt er meira innan kerfis hjá ákveðnu fyrirtæki.

Reiknivélin er leiðbeinandi tæki til að bera saman verð á þjónustuleiðum fjarskiptafyrirtækja. Ekki er gert ráð fyrir að hún sé notuð til að sannreyna símareikninga einstakra notenda, þar sem framsetning og upplýsingar á fjarskiptareikningum geta verið mismunandi.

Print

Reiknivél PFS er leiðbeinandi tæki til að bera saman verð á þjónustuleiðum fjarskiptafyrirtækja. Ekki er gert ráð fyrir að hún sé notuð til að sannreyna símareikninga einstakra notenda, þar sem framsetning og upplýsingar á reikningum fjarskiptafyrirtækja til viðskiptavina sinna geta verið mismunandi.

Niðurstöður í Reiknivél PFS eru almenns eðlis og eiga ekki við notkun eða hringimynstur fyrir alla notendur.

Upplýsingar um verðskrár á vefsetri þessu eru lagðar fram af fjarskiptafyrirtækjunum sjálfum og innihald þeirra er að fullu og öllu á ábyrgð þeirra.

PFS ábyrgist hvorki, fullyrðir né tryggir á neinn hátt að upplýsingar á þessu vefsetri eða vefsetri þriðja aðila séu réttar og nákvæmar, þar með talin vefsetur fjarskiptafyrirtækja. Sama máli gegnir um niðurstöður sem fengnar eru með notkun reiknivélarinnar. PFS ábyrgist ekki tjón, hvorki beint né óbeint, sem kann að hljótast af þeim forsendum sem samanburðurinn byggir á eða vegna þess að villur eru í útreikningi eða töluleg gildi reynast röng.

Upplýsingar á vefsetrinu www.reiknivél.is eru að öðru jöfnu uppfærðar í fyrstu viku hvers mánaðar.

Sjá reglur PFS nr. 220/2010 um verðsamanburð á fjarskiptaþjónustu.

Print

Markmiðið með vefsetrinu

Markmið Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) með Reiknivél PFS er að bæta aðgengi almennings að upplýsingum. Vefnum er ætlað að vera gagnvirkt verkfæri til að bera saman verð á þjónustuleiðum fjarskiptafyrirtækja vegna fjarskiptaþjónustu til einstaklinga.

Þær niðurstöður sem settar eru fram eru einungis sýnidæmi og byggjast á þeim upplýsingum sem þú gefur um notkun þína á þessum þjónustuþáttum og þeim forsendum sem gefnar eru í reiknivélinni.

Gefnar upplýsingar eru almenns eðlis og fjalla ekki um sértækar kringumstæður ákveðins einstaklings. Ef þú vilt spyrja einhvers um þínar sérstöku kringumstæður er þér ráðlagt að hafa samband við það/þau fjarskiptafyrirtæki sem þú ert í viðskiptum hjá.

Vinsamlega hafðu í huga að ekki er gert ráð fyrir að Reiknivél PFS sé notuð til að sannreyna símareikninga einstakra notenda og að ekki ber að nota niðurstöðurnar sem forsendu til að leysa ágreining vegna mánaðarlegra reikninga. Ef þú vilt spyrja einhvers varðandi mánaðarlega reikninga þína skaltu hafa samband við fjarskiptafyrirtæki þitt. Sama máli gegnir um ítarlegar upplýsingar um verðskrár, hafa ber samband við viðeigandi fjarskiptafyrirtæki.

Réttleiki upplýsinga og takmörkun ábyrgðar

Markmið PFS er að hafa upplýsingarnar sem réttastar.

Upplýsingar um verðskrár á vefsetri þessu eru lagðar fram af fjarskiptafyrirtækjunum sjálfum og innihald þeirra er að fullu og öllu á ábyrgð þeirra.

PFS uppfærir upplýsingar á vefsetrinu skv. verðskrám fjarskiptafyrirtækjanna í fyrstu viku hvers mánaðar að öðru jöfnu. Dagsetning nýjustu uppfærslu kemur fram á forsíðu reiknivélarinnar.

Útreikningar Reiknivélar PFS byggja á aðferðafræði evrópska rannsóknarfyrirtækisins Teligen (www.teligen.com) og tölfræðilegum upplýsingum um markaðshlutdeild og meðalnotkun á Íslandi. Sama líkan liggur til grundvallar í öllum samanburði og því eru niðurstöður samanburðarhæfar. Þetta gerir þó að verkum að ekki er unnt að sannreyna nákvæmlega einstaka símareikninga frá einhverju fyrirtæki.

Sé stofnuninni bent á villur verður reynt að leiðrétta þær eins fljótt og kostur er. Hægt er að senda stofnuninni athugasemdir með tölvupósti á netfangið pfs@pfs.is.

PFS ábyrgist hvorki, fullyrðir né tryggir á neinn hátt að upplýsingar á þessu vefsetri eða vefsetri þriðja aðila séu réttar og nákvæmar, þar með talin vefsetur fjarskiptafyrirtækja. Sama máli gegnir um niðurstöður sem fengnar eru með notkun reiknivélarinnar. PFS ábyrgist ekki tjón, hvorki beint né óbeint, sem kann að hljótast af þeim forsendum sem samanburðurinn byggir á eða vegna þess að villur eru í útreikningi eða töluleg gildi reynast röng.

Hugverkaeign

Upplýsingar, innihald, skýringarmyndir, textar, myndefni, vörumerki, vöruheiti og myndmerki sem birt eru á vefsetri þessu njóta verndar laga nr. 73/1972 um höfundarrétt, laga nr. 45/1997 um vörumerki og annarra reglna um hugverkaeign.

Ekki má vista varanlega eða afrita til frekari dreifingar neinn texta/innihald sem er að finna á vefsetri þessu.

Krækjur frá öðrum vefsetrum inn á vefsetrið www.reiknivél.is eru eingöngu heimilar inn á forsíðu þess. Ekki er heimilt að krækja í vefsetrið þannig að vefsíðan hafi að geyma tiltekinn útreikning reiknivélarinnar.

Kynning á verðsamanburði

Við kynningu á niðurstöðu verðsamanburðar sem fengin er með notkun reiknivélarinnar, í auglýsinga- og markaðsskyni, er skylt að vísa til þeirra reikniforsendna sem samanburðurinn byggir á og birtar eru á vefsetrinu.

Að öðru leyti þurfa auglýsingar og markaðssetning á verðsamanburði með notkun reiknivélarinnar að samrýmast ákvæðum laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Breytingar á skilmálum og skilyrðum

PFS áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum og skilyrðum hvenær sem er með því að birta breytingar á vefsetrinu.

Sjá reglur PFS nr. 220/2010 um verðsamanburð á fjarskiptaþjónustu.